Fimmtudagurinn langi

Nú bíð ég óþreyjufull eftir fyrsta ágúst, júlímánuður er búin að vera endalaus.  Ég hef aldrei þurft að lifa svona eins og eftir að ég flutti til Akureyrar.  Að upplifa það að ein króna skiptir máli, grjónagrautur og með heppni brauð síðustu viku hvers mánaðar.  Ég þakka bara guði fyrir Jóhannes í Bónus og Mæðrastyrksnefnd, í ýtrustu neyð hef ég leitað þangað og þar er alveg yndisleg skilningsrík kona.  Það er allt öðruvísi að búa í litlu samfélagi, en ég get bara ekki farið aftur vestur(heim), því ég þarf að hitta lækninn minn svo oft og hér fæ ég svo góða hjálp með veikindin.   En ég sakna Vestfjarðanna oft, en hér líka gott stundum að geta horfið í fjöldann.  En Vestfirðingar hugsa vel um sitt fólk það er ég alveg búin að sjá, takk fyrir allt Vestfirðingar.  Svo það sé nú á hreinu ef einhver skyldi rekast á þetta blogg mitt þá er ég ekki alltaf svona hræðilega neikvæð.  En hérna get ég komið öllu frá mér sem ég er að hugsa og þarf ekkert að leika neitt, og stundum líður mér bara svona.  Ef ég og eflaust fleira létum alltaf í ljós hvernig manni líður og hegðuðum okkur eftir því þá myndi enginn nenna að umgangast mann.  Það væri búið að koma mér fyrir í einangrunarkúlu, jeij.  En ég hef verið algjör gönguhrólfur síðustu þrjár vikur er alltaf úti að ganga.  Ég lenti í aftanákeyrslu í maí og er með svaka flotta kúlu aftaná hálsinum og bakið í henglum.  En ég vil ekki fara á bólgueyðandi, því ég er viss um að göngutúrar gera miklu meira gagn þegar til lengri tíma er litið og sjúkraþjálfarinn er alveg sammála mér í því.  Það er sama þó ég fari ekkert út úr húsi, þá sleppi ég ekki göngutúrnum mínum seint á kvöldin en verð reyndar að breyta tímasetningunni þegar börnin koma.  Jæja búin að tala út í bili. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð Ragnheiður.

Ég er einn af þeim örfáu sem blogga um kjör þeirra sem minna mega sín,og er búinn að gera það síðan í september í fyrra.

Og þá er ég að koma inn á svo mörg málefni,en ég er þó sérstaklega að berjast fyrir þá sem minna mega sín.það eru Ellilífeyrisþegar og Öryrkjar, en ég tilheyri þeim hópi. Og að sjálfsögðu allir aðrir,sem eiga það sameiginlegt að ná alls ekki endum saman,sama hvað reynt er,nákvæmlega eins og þú kemur inná.Ég og mörg hunduruð manns eru eins og þú að bíða eftir mánaðarmótunum.

Og svo heldur þessi áþján áfram, þar til einhverjir kjarkaðir þingmenn breyta þessu óréttlæti.

Síðasti pistillinn minn er svona út í bláinn,hvað snertir uppsetningu og val.

En lestu síðustu fjóra þar á undan til dæmis,svo getur þú skrollað í leit að einhverju bitastæðu,ef þig langar til.

Mig langar að bjóða þig sem Bloggvin og sjá þig skrifa um þessi málefni,svona annars lagið. Ekki veitir af!

Ég óska þér alls hins besta.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 03:10

2 identicon

Nú getur  þú samþykkt  mig sem bloggvin,þetta var að detta á.

Farðu bara eftir leiðbeiningum sem Bloggstjórn sendir þér.

 Gangi þér vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 01:23

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Er þetta þú?

 Jóhannes Sigurðsson   
   15. september 1812 - 22. febrúar 1904  
Guðrún Jóhannesdóttir 1842 - 1906
Lilja Torfadóttir 1883 - 1968
Fanney Annasdóttir 1910 - 1982
Lilja Sölvadóttir1939
Ragnheiður Arna Arnarsdóttir1975
Ólafía Jóhannesdóttir 1852 - 1903
Guðmundína Þorbjörg Jónsdóttir 1889 - 1973
Stefanía Sigurðardóttir 1925 - 1968
Rósa Aðalsteinsdóttir

Er að deyja úr forvitni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.8.2008 kl. 19:30

4 Smámynd: Ragnheiður Arna Arnarsdóttir

já þetta er ég, ég er dóttir Lilju Sölvadóttur, ert þú systir hennar Rögnu á Laugabóli, við erum alla veganna frænkur sé ég.

Ragnheiður Arna Arnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 14:08

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Nei við Ragna erum ekki systur. Kannski erum við fjórmenningar og frá sama lið og þú. Er hún fædd 1925? Lilja Torfadóttir var systir Ólafs Torfasonar afa Rögnu. Getur þetta verið?

Gaman væri að frétta af þessu og þú lætur mig vita.

Netfang: riorosin@simnet.is

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði

 Jóhannes Sigurðsson   
   15. september 1812 - 22. febrúar 1904  
Ólafía Jóhannesdóttir 1852 - 1903
Guðmundína Þorbjörg Jónsdóttir 1889 - 1973
Stefanía Sigurðardóttir 1925 - 1968
Rósa Aðalsteinsdóttir1958
Guðrún Jóhannesdóttir 1842 - 1906
Ólafur Torfason 1877 - 1903
Ólöf Ólafsdóttir1902 - 1934
Ragna Aðalsteinsdóttir1925

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
tveggja barna mamma, skólisti í tilvistarkreppu, öryrki í skóla þessa stundina, stríði stundum við ofsakvíðaheiminn minn og svo fylgja mér geðhvörf svona í bónus.  Hef fullt af lífsreynslu í bakpokanum mínum en sumt er ennþá í eftirdragi, hver hefur sinn Dj að draga, bara mismikið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband