börnin eru kominn heim

Yndislegt að fá krílin mín heim, þau eru það besta sem ég hef fengið að láni í lífinu.  Þau eru búin að vera ótrúlega dugleg eftir allt raskið í sumar, búin að flakka á milli, það er eitt af því hræðilega held ég fyrir börnin þegar foreldrar skilja þá verður svo mikið rót, flakk og aftur flakk.  En merkilegt hvað börn geta aðlagast aðstæðum sínum ekki það að þau fá víst lítið að ráða um það.  Ég er byrjuð í skólanum og er búin að ákveða að útskrifast bara í vor, það er líka miklu skemmtilegra þá er allt að springa út og að birta til aftur.  Mér finnst yndislegt að fá svona falleg skilaboð frá bloggvinum mínum, þið trúið ekki hvað það yljar mér um hjartaræturnar.  En elsku Rósa ég skal segja þér það að það er sko allt í lagi að taka stúdentsprófið í rólegheitum, þetta er búið að taka mig 17 ár.  Ég hef stoppað stundum eða bara tekið eitt til tvö fög, stundum er lífið bara þannig að annað gengur fyrir og í mínu tilfelli er það geðheilsan.  Ég reyndi svo mikið að vera fullkomin mamma, húsmóðir, eiginkona, vinna og aftur vinna og einn daginn gaf sig eitthvað í taugakerfinu og núna þarf ég alltaf að passa mig að ætla mér ekki of mikið, betra að gera minna og geta það.  Ég komst að því að ég get ekki gert öllum til hæfis og ég er bara manneskja með fullt af göllum og vonandi fullt af kostum líka og eina sem ég get gert er að gera mitt besta í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.  Nú ætla ég í kvöldgönguna mína og ég segi bara takk fyrir allt elsku (blogg) vinir, það er gott að heyra frá ykkur og yndislegt að fá svona góðar kveðjur.  P.S. Ég var í Fjölbraut við Ármúla í sumar.  Guð geymi okkur öll.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Hæ elsku Ragnheiður mín sá skilaboðin í gestabókinni minni allt of seint þegar ég var komin heim að norðan en reyndar var ég frekar tæp á tíma fór svo seint frá Dalvík og náði að stoppa frekar stutt á Akureyri hjá Bróðir mínum brunuðum svo bara heim á skagann.....En kíki bara á þig næst ljúfust þegar ég kem norður Frábært að sjá hvað þér gengur vel í skólanum skvís það verður gaman fyrir þig að útskrifast í sumar yndislegt bara þú er Dugleg og maður gerir bara það sem maður getur og á ekkert að fara yfir auka orku og enginn er fullkomin sem betur fer!! já litlu krílin eru ótrúlega fljót að aðlagast hlutum sem betur fer þú ert rík kona að eiga þessa gullmola dúllan mín skilaðu góðri kv til mömmu og pabba þíns frá okkur ég er allavegana með nr þitt sæta svo kannski bjalla ég í þig einhvern tímann.....En það er voða ljúft að fá samt fréttir og blogg að ykkur ljúfan mín vá ég tala bara og tala læt þetta duga í bili Hafið það gott elskur og Guð geymi ykkur knús

Brynja skordal, 29.8.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra frænka.

Gaman að heyra frá þér. Ég vona að ég geti klárað stúdentsprófið mitt eftir þrjú ár en kannski þarf ég að skipta um braut og þá mun ég taka því rólega ein og núna á hraða snigilsins. Ég er nefnilega á Listnámsbraut og þá þarf ég að taka 45 einingar í skólanum en allt hitt í fjarnámi. Ef aðstæður mínar leyfa ekki að ég get ekki farið héðan þá breyti ég yfir á Félagsfræðibraut.

Fjör hjá mér á blogginu og einnig hér fyrir utan gluggann minn. Fyrsta haustveðrið með hressilegum stormi og rigningu. Miklu meira fjör en þokan sem lá hér yfir firðinum eins og mara í sumar.

Frábært að heyra að börnin eru í góðum fíling. Vertu dugleg að halda utan um þau.

Guð blessi ykkur, varveiti, lækni og styrki.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.8.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
tveggja barna mamma, skólisti í tilvistarkreppu, öryrki í skóla þessa stundina, stríði stundum við ofsakvíðaheiminn minn og svo fylgja mér geðhvörf svona í bónus.  Hef fullt af lífsreynslu í bakpokanum mínum en sumt er ennþá í eftirdragi, hver hefur sinn Dj að draga, bara mismikið.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband