Sumarskólinn búin

Jæja nú eru blessuð börnin komin heim og mamma og pabbi í heimsókn, yndislegt.  Var að fá einkunnirnar úr sumarskólanum og fékk 7 í íslensku og 9 í sjúkdómafræði, þá eru bara 6 fög eftir í student.  En þetta er stutt frí því Vma byrjar í fimmtudag og þá verður nóg að gera.  Er samt búin að ákveða miðað við allt sem er í gangi að taka bara 3 fög fyrir áramót og útskrifast í vor, enda miklu skemmtilegra að útskrifast að sumri til.  Ég verð að hugsa um geðheilsuna, ef hún er ekki í lagi þá klikkar allt hitt.  Minn álagsþröskuldur ræður ekki við meira, ég er það mikið í sjúkraþjálfun bakið á mér óg hálsin eru í klessu, ég er eins og hringjarinn í Notre dam, með stærðar hnúða á hálsinum (eftir aftanákeyrslu í vor).  Svo þarf ég að mæta reglulega til Sigmundar míns, halda honum við efnið, börnin, skólin og þetta blessaða líf með öllum sínum prófum það er bara alveg nóg.  Vona bara að þetta gangi allt saman svona nokkuð áfallalaust.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð frænka.

Til hamingju með einkunnirnar þínar. Við erum greinilega í sama skóla. Ég er í fjarnámi frá VMA á hraða snigilsins.

Í hvaða sumarskóla varst þú?

Vona að þér og þínum farnist vel.

Guð veri með ykkur öllum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.8.2008 kl. 12:58

2 identicon

Sæl Ragnheiður.

Gott að heyra með námið,vera með Bakið og Hálsinn.Svo er líka gott að þekkja sín takmörk ( alla vega að vera meðvituð/aður um þau ). Mér finnst þú taka skynsamlega á hlutunum.

Ég svo sannarlega vona að þú náir bata sem skjótast.

Algóður Guð veri með þér í öllu sem að þú tekur þér fyrir hendur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
tveggja barna mamma, skólisti í tilvistarkreppu, öryrki í skóla þessa stundina, stríði stundum við ofsakvíðaheiminn minn og svo fylgja mér geðhvörf svona í bónus.  Hef fullt af lífsreynslu í bakpokanum mínum en sumt er ennþá í eftirdragi, hver hefur sinn Dj að draga, bara mismikið.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband