Karlmenn

Ég hef oft velt því fyrir mér í nauðgunar-og misnotkunarmálum, af hverju ætli karlmenn kæri sjaldan (hef ekki neinar tölur) nauðgun og misnotkun.  Ég þekki marga karlmenn sem hafa lent í því að vera nauðgað af öðrum karlmönnum, oft á djamminu og líka vaknað með konu ofan á sér eftir að hafa sofnað fyllerísdauða.  Reyndar finnst mörgum það voða fyndið, en ef kona vaknar við sömu aðstæður er horft mun alvarlegri augum á það.  Ég held að þeir karlmenn sem ég þekki séu ekkert einsdæmi, en einhvernvegin virðast þeir fara öðruvísi með þetta en konur.  Ég var sjálf misnotuð í mörg ár og lenti í hrottalegri nauðgun þegar ég var yngri og hef oft velt hinum ýmsum hliðum á þessum málum fyrir mér.  Það er ekki til nein ein góð lausn, þær hafa allar galla mismikla, en auðvitað er sönnunarbyrðin erfið í þessum málum, því oft eru þetta bara orð á móti orði.  Ég held að þetta hræðilega mein eigi sér svo djúpar rætur að það verður hvorki leyst með fleiri eða færri kærum eða betra eða öðruvísi réttarkerfi.
mbl.is Kærum fjölgar, dómum ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Ætli ástæðan sé ekki sú að karlmenn upplifi mun meiri skömm en konur og að þær fái almennt meiri stuðning eins og stígamót og ýmislegt annað.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 1.9.2008 kl. 01:12

2 identicon

Sæl arna

Ég held að þetta með skömmina sé haldbær skýring, þó örugglega sér aðrar skýringar sem eru trúverðugri.

Þarft innlegg hjá þér í þessa miður skemmtilega reynslu Kvenna og karla.

Heyrumst.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra frænka.

Hefur þú lesið bloggið mitt: "Frásögn Rósu" sem ég setti á netið í byrjun ágúst. Því miður þekki ég líka til þess að karlmenn hafi orðið fyrir nauðgun. Annar var bara 11 ára en hinn orðinn fullorðinn maður. Þessi reynsla hafði afdrifrík áhrif á lif beggja.

Það er ekkert skrýtið að þú gangir ekki heil til skógar eftir þessa viðurstyggilegu lífsreynslu.

Guð veri með þér, styrki þig og lækni öll þín mein.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.9.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
tveggja barna mamma, skólisti í tilvistarkreppu, öryrki í skóla þessa stundina, stríði stundum við ofsakvíðaheiminn minn og svo fylgja mér geðhvörf svona í bónus.  Hef fullt af lífsreynslu í bakpokanum mínum en sumt er ennþá í eftirdragi, hver hefur sinn Dj að draga, bara mismikið.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband