Greyið ríkisstjórninn

Já það er alveg magnað hve ráðamenn þjóðarinnar hika ekki við að láta hina lægst launuðustu sjá um að borga brúsann af allri velmegunarsælunni sem gekk hér um garð, ekki það að ég varð aldrei var við þessi æðislegu hagsældarár sem þeir tala allir um.  það er rosalega auðvelt fyrir þá sem aldrei hafa þurft að betla fyrir matarbita og lifa á grjónagraut, leita til félagslega kerfisins svo börnin manns geti verið á leikskóla og hitt barnið fengið að stunda íþróttir, sníkja föt hér og þar, að segja manni að maður þurfi að halda að sér höndum.  Er þetta eitthvert grín, ég er búin að þurfa að gera þetta eftir að ég veiktist og fór á örorku, það væri kannski best að ég hætti að éta, ég held að það sé það eina sem ég get gert.  Eins og ég skrifaði seinast þá fór ég í blóðprufur og þá kom fram að ég var með vítamínskort, það er bara út af einhæfu fæði, grjónagrautur og súpur, ég þakka bara fyrir að féló borgar heitar máltíðir fyrir börnin mín í leikskóla og skólanum.  Kannski er hart að segja sem svo, en ég er komin á þá skoðun að ríkisstjórnin ætti bara að fara að skipa aftökusveitir til að taka þá sem minna mega sín af lífi, því þeir eru hvort sem er að drepa líftóruna úr manni bara hægt og kvalarfullt.  Það er bara verst að ég þyrfti að láta aðra borga útförina því ekki hefði ég efni á að koma mér í gröfina.  Ríkisstjórnin ætti bara að líta í eigin barm og hugsa sig vel um hvernig þeir eru að eyða og fara með almannafé (skattana okkar), þeir ættu að prófa að halda að sér höndum ef þeir þá skilja það hugtak.  Og já ekki gleyma því að við þessi lægst launuðu borgum líka skatta af þessu litla sem við fáum á mánuði og já við sköpum fullt af fólki vinnu.  Ef ekki væru til öryrkjar, þá hefði allt félagsbatteríið ekkert að gera og tryggingastofnun yrði lögð niður.  Öryrkjar og annað lágtekjufólk, látum ríkistjórnina sjálfa sjá um að taka sjálfa ábyrgð og taka afleiðingum gjörða sinna, þetta er þeirra vesen og við erum þeirra vinnuveitendur ekki öfugt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ragnheiður mín.

Þetta órétti í þjóðfélagi okkar er til skammar................allveg sama hvernig við lítum á það.

Það svíður undan því hjá mörgum sem ætti í raun og veru aldrei að vita af því.

Það eru til nógu miklir fjármunir í þjóðfélaginu svo allir geti verið sáttir við sitt hlutskifti FRAMFÆRSLULEGA SÉÐ.

Ég hef óbilandi TRÚ á að þetta lagist................og það gerist.

Þetta er spurning um tíma..................og að þrauka þangað til.

Haltu áfram að láta í þér heyra og umfram allt  EKKI SKAMMAST ÞÍN FYRIR STÖÐU ÞÍNA,ÞAÐ ERU STJÓRNENDUR ÞESSA LANDFS SEM EIGA AÐ GERA ÞAÐ.

Góður Guð vaki yfir þér og börnunum þínum og þínum nánustu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 03:01

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð frænka.

Hræðilegt að heyra að fólk á Íslandi þjáist af vítamínsskorti. Hef oft hugsað út í þetta sama og þú. Af hverju losar þetta fína fólk sig ekki við okkur sem eru öryrkjar? Við erum baggi á þeim og þau gætu skemmt sér miklu meira ef þau hefðu okkur ekki í eftirdragi.

Sjáumst vonandi á Akureyri.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.9.2008 kl. 22:46

3 identicon

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
tveggja barna mamma, skólisti í tilvistarkreppu, öryrki í skóla þessa stundina, stríði stundum við ofsakvíðaheiminn minn og svo fylgja mér geðhvörf svona í bónus.  Hef fullt af lífsreynslu í bakpokanum mínum en sumt er ennþá í eftirdragi, hver hefur sinn Dj að draga, bara mismikið.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband