Færsluflokkur: Bloggar

Sorglegt

Mér finnst þetta sorglegt. Björgvin er einn af þeim fáu sem ég vildi sjá áfram á þingi, kannski er ég svona barnaleg en ég tel hann ekki bera þessa ábyrgð heldur viðskiptaráðherra sem var fyrir framsóknarflokkinn.  það t.d. ekki Björgvin sem "gaf" bankanna okkar í hendur á einhverjum vitleysingjum. 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greyið ríkisstjórninn

Já það er alveg magnað hve ráðamenn þjóðarinnar hika ekki við að láta hina lægst launuðustu sjá um að borga brúsann af allri velmegunarsælunni sem gekk hér um garð, ekki það að ég varð aldrei var við þessi æðislegu hagsældarár sem þeir tala allir um.  það er rosalega auðvelt fyrir þá sem aldrei hafa þurft að betla fyrir matarbita og lifa á grjónagraut, leita til félagslega kerfisins svo börnin manns geti verið á leikskóla og hitt barnið fengið að stunda íþróttir, sníkja föt hér og þar, að segja manni að maður þurfi að halda að sér höndum.  Er þetta eitthvert grín, ég er búin að þurfa að gera þetta eftir að ég veiktist og fór á örorku, það væri kannski best að ég hætti að éta, ég held að það sé það eina sem ég get gert.  Eins og ég skrifaði seinast þá fór ég í blóðprufur og þá kom fram að ég var með vítamínskort, það er bara út af einhæfu fæði, grjónagrautur og súpur, ég þakka bara fyrir að féló borgar heitar máltíðir fyrir börnin mín í leikskóla og skólanum.  Kannski er hart að segja sem svo, en ég er komin á þá skoðun að ríkisstjórnin ætti bara að fara að skipa aftökusveitir til að taka þá sem minna mega sín af lífi, því þeir eru hvort sem er að drepa líftóruna úr manni bara hægt og kvalarfullt.  Það er bara verst að ég þyrfti að láta aðra borga útförina því ekki hefði ég efni á að koma mér í gröfina.  Ríkisstjórnin ætti bara að líta í eigin barm og hugsa sig vel um hvernig þeir eru að eyða og fara með almannafé (skattana okkar), þeir ættu að prófa að halda að sér höndum ef þeir þá skilja það hugtak.  Og já ekki gleyma því að við þessi lægst launuðu borgum líka skatta af þessu litla sem við fáum á mánuði og já við sköpum fullt af fólki vinnu.  Ef ekki væru til öryrkjar, þá hefði allt félagsbatteríið ekkert að gera og tryggingastofnun yrði lögð niður.  Öryrkjar og annað lágtekjufólk, látum ríkistjórnina sjálfa sjá um að taka sjálfa ábyrgð og taka afleiðingum gjörða sinna, þetta er þeirra vesen og við erum þeirra vinnuveitendur ekki öfugt.

Karlmenn

Ég hef oft velt því fyrir mér í nauðgunar-og misnotkunarmálum, af hverju ætli karlmenn kæri sjaldan (hef ekki neinar tölur) nauðgun og misnotkun.  Ég þekki marga karlmenn sem hafa lent í því að vera nauðgað af öðrum karlmönnum, oft á djamminu og líka vaknað með konu ofan á sér eftir að hafa sofnað fyllerísdauða.  Reyndar finnst mörgum það voða fyndið, en ef kona vaknar við sömu aðstæður er horft mun alvarlegri augum á það.  Ég held að þeir karlmenn sem ég þekki séu ekkert einsdæmi, en einhvernvegin virðast þeir fara öðruvísi með þetta en konur.  Ég var sjálf misnotuð í mörg ár og lenti í hrottalegri nauðgun þegar ég var yngri og hef oft velt hinum ýmsum hliðum á þessum málum fyrir mér.  Það er ekki til nein ein góð lausn, þær hafa allar galla mismikla, en auðvitað er sönnunarbyrðin erfið í þessum málum, því oft eru þetta bara orð á móti orði.  Ég held að þetta hræðilega mein eigi sér svo djúpar rætur að það verður hvorki leyst með fleiri eða færri kærum eða betra eða öðruvísi réttarkerfi.
mbl.is Kærum fjölgar, dómum ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

börnin eru kominn heim

Yndislegt að fá krílin mín heim, þau eru það besta sem ég hef fengið að láni í lífinu.  Þau eru búin að vera ótrúlega dugleg eftir allt raskið í sumar, búin að flakka á milli, það er eitt af því hræðilega held ég fyrir börnin þegar foreldrar skilja þá verður svo mikið rót, flakk og aftur flakk.  En merkilegt hvað börn geta aðlagast aðstæðum sínum ekki það að þau fá víst lítið að ráða um það.  Ég er byrjuð í skólanum og er búin að ákveða að útskrifast bara í vor, það er líka miklu skemmtilegra þá er allt að springa út og að birta til aftur.  Mér finnst yndislegt að fá svona falleg skilaboð frá bloggvinum mínum, þið trúið ekki hvað það yljar mér um hjartaræturnar.  En elsku Rósa ég skal segja þér það að það er sko allt í lagi að taka stúdentsprófið í rólegheitum, þetta er búið að taka mig 17 ár.  Ég hef stoppað stundum eða bara tekið eitt til tvö fög, stundum er lífið bara þannig að annað gengur fyrir og í mínu tilfelli er það geðheilsan.  Ég reyndi svo mikið að vera fullkomin mamma, húsmóðir, eiginkona, vinna og aftur vinna og einn daginn gaf sig eitthvað í taugakerfinu og núna þarf ég alltaf að passa mig að ætla mér ekki of mikið, betra að gera minna og geta það.  Ég komst að því að ég get ekki gert öllum til hæfis og ég er bara manneskja með fullt af göllum og vonandi fullt af kostum líka og eina sem ég get gert er að gera mitt besta í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.  Nú ætla ég í kvöldgönguna mína og ég segi bara takk fyrir allt elsku (blogg) vinir, það er gott að heyra frá ykkur og yndislegt að fá svona góðar kveðjur.  P.S. Ég var í Fjölbraut við Ármúla í sumar.  Guð geymi okkur öll.

Sumarskólinn búin

Jæja nú eru blessuð börnin komin heim og mamma og pabbi í heimsókn, yndislegt.  Var að fá einkunnirnar úr sumarskólanum og fékk 7 í íslensku og 9 í sjúkdómafræði, þá eru bara 6 fög eftir í student.  En þetta er stutt frí því Vma byrjar í fimmtudag og þá verður nóg að gera.  Er samt búin að ákveða miðað við allt sem er í gangi að taka bara 3 fög fyrir áramót og útskrifast í vor, enda miklu skemmtilegra að útskrifast að sumri til.  Ég verð að hugsa um geðheilsuna, ef hún er ekki í lagi þá klikkar allt hitt.  Minn álagsþröskuldur ræður ekki við meira, ég er það mikið í sjúkraþjálfun bakið á mér óg hálsin eru í klessu, ég er eins og hringjarinn í Notre dam, með stærðar hnúða á hálsinum (eftir aftanákeyrslu í vor).  Svo þarf ég að mæta reglulega til Sigmundar míns, halda honum við efnið, börnin, skólin og þetta blessaða líf með öllum sínum prófum það er bara alveg nóg.  Vona bara að þetta gangi allt saman svona nokkuð áfallalaust.

Aftur af stað

Ég er búin að vera svo dugleg að læra að ég hef ekki gefið mér tíma í neitt annað, nema að skreppa á Hjalteyri á laugardaginn til að týna steina úr fjörunni.  Ég elska að fara í fjörur þær eru svo friðsælar og það eru svo fallegir steinar í fjörunni á Hvanneyri.  Ég er alltaf mjög fegin þegar þessi stóra ferðahelgi er á enda, nú þegar ég bý á Akureyri er ekki alveg eins friðsælt að vera heima hjá sér, ég heyrði óminn frá fólkinu upp á fimmtuhæð.  Í Bolungarvík var alveg yndislegt að vera heima á verslunarmannahelgi, svo friðsælt og litið áreiti.  Meira að segja þegar ég var yngri gat ég ekki hugsað mér að fara á útihátíð og velkjast um í einhverju tjaldi og flestir fullir og ógeðslegir, ég held að þarna hafi spilað inní tjaldfobían mín.  Ég held að það hafi alveg gleymst að setja í mig útilegugen, ekki það að ég elska að fara út í náttúruna ég vil bara ekki sofa þar.  Annars hefur mér liðið svona sæmilega en kvíðaköstin eru farin að koma í heimsókn öðru hverju, ég myndi ekki óska nokkrum manni að upplifa þá heimsókn.  Ég fékk fyrir helgina niðurstöður úr blóðprufum og komst að því að ég þarf að fara að taka inn vítamín, því læknirinn sagði að ég næði þeim ekki upp öðruvísi.  Ég fór að hugsa hvernig í ósköpunum mig gæti vantað vítamín, þá fattaði ég það að ég er oft svo blönk að grjónagrautur er oft það eina sem ég get haft í matinn (ég er ekki að grínast með grjónagrautinn), því einhæft fæði getur auðvitað haft áhrif á vítamín flóruna.  Þess vegna líður mér miklu betur þegar mamma og pabbi koma, því þá er nóg af ávöxtum og grænmeti og fjölbreyttur matur á borðum.  Ég er svo heppin að eiga bestu foreldra í heimi, þegar þau koma er fyllt á matinn og þau hafa alltaf staðið mér við hlið sama hvað gengur á.  Ég vil frekar eiga foreldra sem eru alltaf hjá mér í blíðu og stríðu (þau þurfa ekki að vera á staðnum, það nóg fyrir mig að vita af þeim þarna úti) og eiga nóg af ást og hlýju heldur en foreldra sem eiga nóg af peningum og gætu stutt mann þannig, ég myndi ekki vilja skipta þó allur heimsins auður væri í boði, því svona stuðning er ekki hægt að meta til fjár.  En ég þarf að halda áfram að læra, prófin eru í næstu viku og eins gott að halda sig við efnið.

Fimmtudagurinn langi

Nú bíð ég óþreyjufull eftir fyrsta ágúst, júlímánuður er búin að vera endalaus.  Ég hef aldrei þurft að lifa svona eins og eftir að ég flutti til Akureyrar.  Að upplifa það að ein króna skiptir máli, grjónagrautur og með heppni brauð síðustu viku hvers mánaðar.  Ég þakka bara guði fyrir Jóhannes í Bónus og Mæðrastyrksnefnd, í ýtrustu neyð hef ég leitað þangað og þar er alveg yndisleg skilningsrík kona.  Það er allt öðruvísi að búa í litlu samfélagi, en ég get bara ekki farið aftur vestur(heim), því ég þarf að hitta lækninn minn svo oft og hér fæ ég svo góða hjálp með veikindin.   En ég sakna Vestfjarðanna oft, en hér líka gott stundum að geta horfið í fjöldann.  En Vestfirðingar hugsa vel um sitt fólk það er ég alveg búin að sjá, takk fyrir allt Vestfirðingar.  Svo það sé nú á hreinu ef einhver skyldi rekast á þetta blogg mitt þá er ég ekki alltaf svona hræðilega neikvæð.  En hérna get ég komið öllu frá mér sem ég er að hugsa og þarf ekkert að leika neitt, og stundum líður mér bara svona.  Ef ég og eflaust fleira létum alltaf í ljós hvernig manni líður og hegðuðum okkur eftir því þá myndi enginn nenna að umgangast mann.  Það væri búið að koma mér fyrir í einangrunarkúlu, jeij.  En ég hef verið algjör gönguhrólfur síðustu þrjár vikur er alltaf úti að ganga.  Ég lenti í aftanákeyrslu í maí og er með svaka flotta kúlu aftaná hálsinum og bakið í henglum.  En ég vil ekki fara á bólgueyðandi, því ég er viss um að göngutúrar gera miklu meira gagn þegar til lengri tíma er litið og sjúkraþjálfarinn er alveg sammála mér í því.  Það er sama þó ég fari ekkert út úr húsi, þá sleppi ég ekki göngutúrnum mínum seint á kvöldin en verð reyndar að breyta tímasetningunni þegar börnin koma.  Jæja búin að tala út í bili. 

Hræðslan komin aftur

Í gær fékk ég ofsakvíðakast sem ég hef ekki fengið mjög lengi.  Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, mig langaði mest að hlaupa inná sjúkrahús og fá bara að vera þar.  En að fenginni reynslu vissi ég að það myndi ekki ganga allt of stórt batterí til þess.  Ég þurfti að taka á öllu mínu til að brotna ekki, og ég hugsaði með mér að allt væri að byrja aftur, allt sem mér hafði áunnist var að hrynja af því að ég virðist ekki einu sinni höndla að lifa bara hinu einfalda lífi.  En ég er svo vön að leika að ég lék mig í gegnum kvíðakastið, ég þurfti að fara til sjúkraþjálfara á sama tíma og einhvernveginn komst ég í gegnum þetta.  Ég bara ætla að trúa því að þetta verði allt í lagi.


Dapur dagur

Búið að vera þungur dagur í dag, ég þoli ekki þegar ég verð svona.  Það er eins og þungt ský hjúpist yfir höfuðið á mér og ég er bara föst þar.  Skelfilegi einmannaleikin og tómarúmið innra með manni.  Það skiptir engu máli þó ég sé umkringd fólki þessi líðan vill ekki burt.  Svo skammast maður sín af því að ég veit að það er svo margt sem ég get þakkað fyrir en mér líður samt svona.  Ég vona að ég verði mun hressari á morgun.  Ég er að reyna að vera dugleg að læra og gengur það ágætlega en stundum er raunveruleikinn svo kuldalegur.   Ég sakna líka barnanna minna, og hlakkar til að hitta þau aftur, þarf bara að koma mér í lag.

Vágestur

Óvelkominn gestur tróðst hérna inn

einmannaleiki heitir hann og settist

hér að inn í huga minn

Hann neitar að fara en hvað get ég gert

því hér vill hann vera því hérna líður

honum vel

Ég mótmæli kröftugt en hann hlær bara að mér

og segir að ég skuli fara að venjast dvöl sinni hér

Ég segi "vertu sanngjarn" en hann hlustar ekki

á mig og segir bara "elskan ég á þig"

Höf:  Ragnheiður


Ég sem ætlaði aldrei að verða bloggari

  1. Jæja gott fólk Ragnheiður ætlar að blogga, kannski er þetta eitthvað næturóráð því klukkan er 03:27 og ég að hlusta á James Blunt á meðan ég virkjaði mig sem official blogger.  Ég sé þetta sem ágætis lausn til að fá útrás fyrir hinar ýmsu hugrenningar mínar sem ég get ekki rætt við neinn og ég er orðin of tölvuháð til að nenna að skrifa dagbók, samt er ég enn algjör tölvulúði.  En ég er að komast til nútímans vegna skólans, því þar hef ég neyðst til að nota tölvu.  Ég vona bara að þeir sem rekast á síðuna hafi gagn og gaman af, en fyrir mig á þetta að vera ókeypis sálfræði aðstoð. Það hefur reynst mér best í gegnum tíðina að skrifa mig frá hlutunum.  Nóg í bili svo seint á nóttu, en ein nauðsynleg tilkynning "allir verða að sjá nýju Batmann myndina" var á henni áðan og er þetta besta ofurhetjumynd til þessa. Góða nótt Ragnheiður Arna.þar kom að því ! 

Höfundur

Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
tveggja barna mamma, skólisti í tilvistarkreppu, öryrki í skóla þessa stundina, stríði stundum við ofsakvíðaheiminn minn og svo fylgja mér geðhvörf svona í bónus.  Hef fullt af lífsreynslu í bakpokanum mínum en sumt er ennþá í eftirdragi, hver hefur sinn Dj að draga, bara mismikið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband