6.8.2008 | 14:41
Aftur af stað
Ég er búin að vera svo dugleg að læra að ég hef ekki gefið mér tíma í neitt annað, nema að skreppa á Hjalteyri á laugardaginn til að týna steina úr fjörunni. Ég elska að fara í fjörur þær eru svo friðsælar og það eru svo fallegir steinar í fjörunni á Hvanneyri. Ég er alltaf mjög fegin þegar þessi stóra ferðahelgi er á enda, nú þegar ég bý á Akureyri er ekki alveg eins friðsælt að vera heima hjá sér, ég heyrði óminn frá fólkinu upp á fimmtuhæð. Í Bolungarvík var alveg yndislegt að vera heima á verslunarmannahelgi, svo friðsælt og litið áreiti. Meira að segja þegar ég var yngri gat ég ekki hugsað mér að fara á útihátíð og velkjast um í einhverju tjaldi og flestir fullir og ógeðslegir, ég held að þarna hafi spilað inní tjaldfobían mín. Ég held að það hafi alveg gleymst að setja í mig útilegugen, ekki það að ég elska að fara út í náttúruna ég vil bara ekki sofa þar. Annars hefur mér liðið svona sæmilega en kvíðaköstin eru farin að koma í heimsókn öðru hverju, ég myndi ekki óska nokkrum manni að upplifa þá heimsókn. Ég fékk fyrir helgina niðurstöður úr blóðprufum og komst að því að ég þarf að fara að taka inn vítamín, því læknirinn sagði að ég næði þeim ekki upp öðruvísi. Ég fór að hugsa hvernig í ósköpunum mig gæti vantað vítamín, þá fattaði ég það að ég er oft svo blönk að grjónagrautur er oft það eina sem ég get haft í matinn (ég er ekki að grínast með grjónagrautinn), því einhæft fæði getur auðvitað haft áhrif á vítamín flóruna. Þess vegna líður mér miklu betur þegar mamma og pabbi koma, því þá er nóg af ávöxtum og grænmeti og fjölbreyttur matur á borðum. Ég er svo heppin að eiga bestu foreldra í heimi, þegar þau koma er fyllt á matinn og þau hafa alltaf staðið mér við hlið sama hvað gengur á. Ég vil frekar eiga foreldra sem eru alltaf hjá mér í blíðu og stríðu (þau þurfa ekki að vera á staðnum, það nóg fyrir mig að vita af þeim þarna úti) og eiga nóg af ást og hlýju heldur en foreldra sem eiga nóg af peningum og gætu stutt mann þannig, ég myndi ekki vilja skipta þó allur heimsins auður væri í boði, því svona stuðning er ekki hægt að meta til fjár. En ég þarf að halda áfram að læra, prófin eru í næstu viku og eins gott að halda sig við efnið.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ Mikið var gaman að rekast á þig á blogginu Ragnheiður mín það getur stundum verið gott að koma frá sér sínum hugsunum á blað og blogga það er svo mikið af yndislegu fólki hér á mbl blogginu dúllan mín vissi ekki að þú værir flutt á Akureyri er einmitt að fara á fiskidaginn mikla á Dalvík um næstu helgi og ætla svo að kíkja yfir á Akureyri því Bróðir minn býr þar og rekur tælenskan stað sem heitir krua siam mikið væri gaman að hitta þig langt síðan við höfum sést Er búinn að adda þér inn sem bloggvin svo þú þarft bara að sammþykkja mig en svo eru líka sniðug þessi skilaboð sem maður getur sent á milli ef maður vill seigja eitthvað persónulegt.......mundu bara þú ert yndisleg persóna Elskan mín falleg að utan sem innan knús inn í daginn þinn fyrverandi nágranni í víkinni
Brynja skordal, 6.8.2008 kl. 15:13
Sæl frænka.
Gaman að þú skulir þekkja Brynju sem er bloggvinkona mín.
Þetta er mjög góður pistill og væri nú gott að Davíð Oddson myndi lesa. Ég man eftir að hann hvatti okkur landslýð að spara og hafa grjónagraut oftar í matinn.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.8.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.